Stóra-Laxá fellur um 90 km leið, frá Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, í Hvítá hjá Iðu. Hún er dragá, all vatnsmikil með um 512 km² vatnasvið. Stóra-Laxá er laxgeng langt inn í Laxárgljúfur sem gerir það að verkum að landslag með henni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum. Seldir eru stakir dagar í ána, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði er um 1000 laxar en sumarið 2013 var metveiði þegar 1764 laxar komu á land.
Fyrsta skóflustunga að nýju veiðihúsi
Framkvæmdir við nýtt veiðihús fyrir neðra svæðið í Stóru – Laxá í Hreppum hófust með formlegum hætti í gær. Þá tóku Esther Guðjónsdóttir, formaður veiðifélagsins og Finnur B. Harðarson, landeigandi