Stóra-Laxá I & II

Suðurland
Eigandi myndar: mbl.is
Calendar

Veiðitímabil

30 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Stóra-Laxá fellur um 90 km leið, frá Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, í Hvítá hjá Iðu.  Hún er dragá, all vatnsmikil með um 512 km² vatnasvið. Stóra-Laxá er laxgeng langt inn í Laxárgljúfur sem gerir það að verkum að landslag með henni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum.  Seldir eru stakir dagar í ána, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði er um 1000 laxar en sumarið 2013 var metveiði þegar 1764 laxar komu á land. 

Gistimöguleikar

Veiðihús

Án þjónustu

Veiðihúsið er í landi Skarðs. Í því er gistirými fyrir 8 veiðimenn í 4 svefnherbergjum, með einbreiðum rúmum.  Í húsinu er ágætt eldhús og fínasta baðaðstaða. Á palli við húsið stendur grill og þar er einnig heitur pottur. Einnig er aðstaða með vaskaborði og slöngu. Sængur og koddar eru í veiðihúsinu en menn leggja sjálfir til sængurföt og einnig baðhandklæði, tuskur og viskastykki.  Veiðimönnum er heimilt að koma í hús klukkutíma fyrir veiði og ber að skila húsinu hreinu klukkutíma eftir að veiði þeirra lýkur.

Veiðireglur

Hirða má einn lax sem er undir 70 cm að lengd.

Kort og leiðarlýsingar

Beygt er af Suðurlandsvegi inn á Skeiðaveg (í átt að Flúðum). Stuttu áður en komið er að brúnni yfir Stóru-Laxá er beygt til hægri inn á Skarðsveg. Eknir eru um 350 m og síðan beygt til vinstri inn á afleggjara sem liggur beint að veiðihúsinu.

Veiðisvæðið nær frá landamerkjum jarðarinnar Iðu að vestan og Litlu-Laxár að austan.

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Flúðir: 12 km, Selfoss: 38 km, Reykjavík: 96 km og Akureyri: 467 km.

Áhugaverðir staðir

Flúðir: Gamla Laugin     Þjórsárdalur: Hjálparfoss, Háifoss, Þjóðveldisbærinn Stöng og Gjáin.

Veiðileyfi og upplýsingar

Lax-á s: 531-6100, [email protected]

Umsjón: Sigurður Björgvinsson s: 486-6009 & 862-1206.

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Myndasafn


Fréttir af veiði Stóra-Laxá I & II

Nýr leigutaki tekur við Stóru-Laxá

Nýr leigutaki tekur við Stóru-Laxá í Hreppum, eftir þetta sumar. Það er óstofnað félag sem Finnur B. Harðarson veitir forystu, sem stefnt er að samningum við. Að sama skapi á

Lesa meira »
Shopping Basket