Stóra Laxá í Hreppum endaði í 934 löxum

Sumarveiðin er á síðustu metrunum í laxveiðiánum en ennþá er veitt í Ytri- og Eystri-Rangá. Veiðimenn eru að fiska vel og fyrir austan stendur sjóbirtingsveiðin yfir og veiðitölur úr Stóru Laxá að detta í hús. „Sumarið gekk vel hjá okkur og það veiddust 934 laxar, sem er fín veiði,“ sagði Ester Guðjónsdóttir formaður veiðifélags Stóru Laxár eftir að lokatölur lágu fyrir og er mikil bæting á aflanum frá fyrra ári. „Já veiðin gekk vel hjá okkur, netakaupin skila sér greinilega vel og það skiptir miklu að vera með leiðsögn fyrir veiðimenn sem veiða í ánni,“ sagði Ester í lokin.

Margir hafa fengið góða veiði í Stóru Laxá og væna laxa. 

Gunnar Örlygsson með flottan lax í Stóru Laxá

Veiðar · Lesa meira

Stóra-Laxá I & II