Ný bók um Kjarrá

Bókin Kjarrá og Síðustu Hestasveinarnir á Víghól fjallar um veru og störf þeirra í Fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðalöndum árinnar. Bókin er óður til árinnar, ástríðufullra laxveiðimanna úr öllum áttum, hestana sem gegndu sínu upprunalega hlutverki í tilveru sinni á Íslandi, til sveitarinnar og fólksins sem þar bjó og hinnar undursamlegu óspilltu náttúru heiðanna sem fæddu af sér ána.

Bókin um Kjarrá er þroska saga ungra pilta sem takast á við að halda utan um veiðimenn og hesta með ánni við erfið skilyrði, leiðsegja og hjálpa þeim í laxveiðinni og greiða götu þeirra í sætu sem súru. Við sögu kemur fjöldi fólks og þjóðþekktra einstaklinga sem endurspeglar hið sérstaka samspil manna, hesta og náttúru við laxveiðar á Fjalli, fjarri öllum nútíma þægindum. Rauði þráðurinn er áin og laxinn hennar með sínum fjölbreytileika og ótrúlegum uppákomum sem hentu veiðimenn í glímu sinni við, ána, laxinn og hestana. Sumarið 1974 brann veiðihúsið að Víghól til kaldra kola um hánótt sem markaði endalok þessa tíma sem hestasveinar störfuðu sumarlangt við laxveiðiár á  Íslandi. 

Á myndinu eru frá vinstri: Jóhann Kr. Jóhannesson, Tóta ráðskona, Helgi Stefánsson og Pétur Geirsson. Hestasveinarnir Arnór og Einar Sigurjónssynir eru bakvið á hestunum /Mynd: Valdimar Ásmundsson

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey