Þverá & Kjarrá

Suðvesturland
Eigandi myndar: Einar Falur
Calendar

Veiðitímabil

05 júní – 05 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

14 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Lax

Veiðin

Þverá & Kjarrá í Borgarfirði eiga upptök sín í vötnum inn á Tvídægru við Kvíslamót en frá þeim stað er að­eins steinsnar að upptökum Núpsár í Miðfirði. Frá Tvídægru rennur Kjarrá niður Kjarrárdal og þar sameinast henni hliðarárnar Krókavatnsá og Lambá. Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eru í raun ein og sama áin þótt stundum sé rætt um þetta vatnasvæði sem tvær sjálfstæðar veiðiár. Kjarrá er efri hluti árinnar, en Þverá neðri hlutinn, eða fyrir neðan afréttar­girðingu fyrir ofan Örnólfsdal. Um 18 km fyrir ofan ármót Þverár og Hvítár, fyrir neðan býlið Guðnabakki sameinast svo Litla-Þverá inn í Þverá. Veiði undanfarin ár hefur verið stórgóð, frá því  um 1000 laxar og allt upp tæplega 3760 laxa (2010). Mest var veiðin sumarið 2005, en þá gáfu árnar 4165 laxa. 

Gistimöguleikar

Veiðihús

Veiðihús fyrir Þverá er í landi Helgavatns, þar sem er hin besta aðstaða til að láta fara vel um gesti. Veiðihús fyrir Kjarrá er við Víghól þó nokkuð fram á fjallinu. Þar er einnig hin besta aðstaða, þótt tæplega jafnist það á við neðra húsið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Frá ósi við Brennutanga eru um 60 kílómetrar upp í Starir, efsta veiðistaðinn í Kjarrá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 48 km, Reykjavík: 115 km, Reykjanesbær: 154 km og Akureyri: 340 km

Nærliggjandi flugvellir

Keflavíkurflugvöllur: 158 km og Reykjavíkurflugvöllur: 117 km

Áhugaverðir staðir

Krauma (Deildartunguhver): 20 km, Hraunfossar og Barnafoss: um 40 km, Húsafell: 48 og Víðgelmir: 50 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.starir.is

Starir ehf s: 852-0401, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Þverá & Kjarrá

Sá stærsti úr Kjarrá í sumar

Stærsti lax sumarsins til þessa í Kjarrá, eða Kjarará eins og margir vilja kalla hana, veiddist í Lambastreng í gær. Það var Tryggvi Ársælsson sem setti þennan volduga hæng og

Lesa meira »

Fjórir laxar úr Þverá á fyrstu vakt

Veiði hófst í Þverá í Borgarfirði í morgun og veiddist fyrsti laxinn í Kirkjustreng sem er einn af þekktari veiðistöðum í Þverá. Það var Davíð Másson einn af leigutökum árinnar

Lesa meira »

Sá stærsti í Kjarrá í sumar

Með haustinu og myrkrinu kemur hinn svokallaði krókódílatími í laxinum, þegar stóru hængarnir verða aftur árásargjarnir. Þetta upplifðu þeir Andrés Eyjólfsson leiðsögumaður í Kjarrá og Jake Elliot veiðimaður í gær.

Lesa meira »

Af metlöxum og methollum

Það eru auknar laxagöngur í Borgarfirði. Þetta er samdóma álit veiðimanna og leigutaka sem Sporðaköst hafa rætt við. Hins vegar er ljóst að sá bati miðast við afar léleg tvö

Lesa meira »
Shopping Basket