Nýir veiðiþættir með Gunnari Bender á visis.is fara vel af stað – þúsundir séð fyrsta þátt

„Viðbrögðin við þættinum hafa farið fram úr björtustu vonum og þúsundir séð þáttinn fyrsta daginn. Sýnt er frá opnuninni í Þjórsá í vor þar sem veiddust þrír laxar og veiðitíminn hófst þar með,“ sagði Gunnar Bender um nýju veiðiþættina sem byrjuðu í morgun á visir.is. Við erum rétt að byrja og það verða sýndir átta þættir vikulega á hverjum laugardegi. Veiðitíminn stendur sem hæst og loksins farið að rigna og við erum að taka upp efni þessa daga og þættirnir því glænýir,“ sagði Gunnar enn fremur.

Efnistök veiðiþáttanna eru nýstárleg og kemur það berlega fram þar sem upptökur eru frá veiðiám af öllu landinu við misjöfn skilyrði. Það kemur í ljós á næstunni hvað verður boðið uppá við árbakkana

Veiðar · Lesa meira