„Við sáum ekki fisk en ég hef veitt í ánni áður og aldrei séð veiðina svona rólega þarna, það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir,” sagði veiðimaður sem var við veiðar í Gljúfurá í Borgarfirði, en ótrúlega róleg veiði hefur verið í ánni síðan hún opnaði. En aðeins hafa veiðst fjórir laxar í ánni í heilan mánuð sem er rosalega rólegt en áin endaði í 191 laxi í fyrra.
„Já þetta var rólegt en vatnið í ánni var gott svo það var ekki það,” sagði veiðimaðurinn enn fremur. Veiðin fer vonandi að batna í Gljúfurá hún hefur uppá að bjóða flotta veiðistaði, en einn og einn fiskur verður að veiðast alla vega. Til þess er leikurinn gerður.
Laxveiðin er víða verulega róleg þessa dagana eins og í Húnavatnssýslu, rándýrar laxveiðiár að gefa lítið af fiski. Þetta er verulegt áhyggjuefni þrátt fyrir að fisk hafi verið sleppt til fjölda ára í þeim.
Kíkt eftir laxi við Gljúfurá í dag en gott vatn er í ánni /Mynd: María Gunnarsdóttir
Veiðar · Lesa meira