Risinn braut háfinn í Arnarbýlu

„Já þetta er búið að vera magnað ævintýri um helgina Gunnar, það skal ég segja þér hérna í Arnarbýlu á Barðaströnd,“ sagði Eiríkur Garðar Einarsson nýbúinn að slást við risa fisk í ánni í dag. En veiðitímabilið á  venjulegum náttúrulegum laxi er farið að styttast i annan endann, en menn eru ennþá að fá fiska.

„Það er mikið af fiski víða í ánni og alla vega þrír fiskar yfir 100 sentimetra og einn svoleiðis tók hjá mér.  Laxinn var á í einar fimm mínútur en losaði sig af eftir mikið fjör og ég reyndi að háfa boltann en þá braut hann hálfinn. Þetta var bara veisla og fjör, fékk einn flottan lax skömmu áður,“ sagði Eiríkur eftir að sá stóri slapp af.

Eiríkur Garðar með lax úr Arnarbýlu í dag

Veiðar · Lesa meira