„Skemmtilegt að ala upp veiðimann,“ segir Bjarni Ákason

„Að ala upp syni til veiða er skemmtilegt verkefni og ég var alinn upp við bryggjurnar í Reykjavík og svo við vötnin hér í kringum bæinn,“ segir Bjarni Ákason og bætir við;  „15 ára tók pabbi mig með í minn fyrsta laxveiðitúr í Laxá í Dölum sem var ógleymanlegt ævintýri, mikil veiði og kallarnir drukku svoldið þá á þessum tíma en pabbi passaði sig enda með drenginn með sér. Um daginn keypti ég leyfi í Miðfjarðará og ákvað að taka 15 ára unglinginn með mér sem þekkir bryggjuna á Hjalteyri vel. Við fórum og það varð úr veisla sem ungur maður gleymir aldrei og vonandi fer hann með 15 ára son sinn einn daginn og mig kannski líka,“ sagði Bjarni enn fremur.

Veiðar · Lesa meira

Miðfjarðará í Miðfirði