Slagurinn á veiðitoppnum – Urriðafoss í Þjórsá heldur toppsætinu

„Veiðin hefur gengið vel hjá okkur upp á síðkastið og síðasta holl í Þverá veiddi yfir 100 laxa,“ sagði Styrmir E Ingólfsson spurður um stöðuna, en Þverá í Borgarfirði er í öðru sæti yfir laxveiðiárnar þessa dagana. Þverá hefur gefið 570 laxa og Norðurá í Borgarfirði með 530 laxa.

Í fyrsta sæti er Urriðafoss í Þjórsá með 590 laxa laxa en Ytri Rangá er á fleygiferð og sögn Stefáns Sigurðssonar gengur veiðin þar frábærlega þessa dagana, en áin er komin yfir 400 laxa. 

Ef við skoðum aðeins neðar er Haffjarðará með frábæra veiði eða 300 laxa og  Elliðaárnar kringum 300 laxa einnig. Gangurinn er ágætur þessa dagana í veiðinni vatnið er gott í ánum og fiskar að ganga einn af öðrum.

Ljósmynd: Magnús Þorsteinsson með lax úr Þverá.

Veiðar · Lesa meira