Stórgöngur í Elliðaárnar – lítið sem ekkert að gerast annars staðar

Laxagengd hefur verið undir væntingum veiðimanna, sem margir barma sér yfir fiskleysi. Í Elliðaánum er málum þó öruvísi háttað því svakalegar göngur hafa verið í árnar undanfarna daga.
Þegar þetta er skrifað hafa um 1.080 laxar farið um teljarann frá miðnætti afararnótt laugardags, þar af um 630 í gær og fyrradag! Samhliða hefur veiðin tekið við sér, ekki síst eftir rigningar undanfarna daga.
Í gær komu 17 laxar á land, en auk þess misstu veiðimenn tugi fiska sem voru sannarlega í tökustuði. Svipuð stemning var í sólinni sl. sunnudag, þegar ungir veiðimenn lönduðu 13 fiskum á fyrsta ungmennadegi SVFR þetta árið!

Frá Elliðánum í sumar /Mynd: SVFR

Veiðar · Lesa meira

Elliðaár