Pétur Pétursson með boltalax
„Já þetta var meiriháttar í dag að veiða þennan 20 punda lax á svartan toby og það tók 20 mínútur að landa honum,“ sagði Pétur Pétursson eftir að hann veiddi sinn langstærsta fiski á ævinni. Þetta er líka stærsti laxinn á land á Gíslastöðum í sumar, en svæðið hefur gefið 38 laxa og töluvert af sjóbirtingi.
„Stærsti fiskurinn sem ég hafði veitt áður var 14 punda urriði í Þingvallavatni en þetta var frábært. Alltaf langað að veiða þarna á Gíslastöðum og svæðið tók vel á móti mér, enda skemmtilegt. Við sáum svolítið af fiski á ferðinni í dag og sonurinn veiddi flottan sjóbirting, 4 punda. Þetta var frábær dagur,“ sagði Pétur í lokin.
Veiðar · Lesa meira