Svartá komin í 125 laxa

,,Þetta var fínt veiðitúr í Svartá og við enduðum í 14  löxum og svo fengum við nokkra væna urriða“ sagði Rafn E Magnússon sem var að koma úr Svartá í Húnavatnssýslu, en áin hefur gefið 125 laxa það sem af er veiðitímanum.

,,Þessi stóri hængur veiddist í Brúarhyl og var 91 sentímetri, hann tók Collie Dog númer 16, það var gaman,, sagði Rafn um veiðitúrinn í Svartá.

Blanda er komin á yfirfall en áin er komin í 418 laxa sem er aðeins minni veiði en á sama tíma í fyrra en það er komið yfirfall. Og þá gerðist lítið eftir það.

Ljósmynd/Rafn E. Magnússon með fallegan hæng úr Svartá

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Svartá í Húnavatnssýslu