„Ég er bara við Ytri Rangá þessa dagana og veiðin gengur frábærlega hjá okkur,“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við heyrðum í honum. „Það er verið að landa 25 til 35 löxum á dag núna og þessi var að koma á land fyrir nokkrum mínútum,“ sagði Stefán.
„Það er fullt af laxi að ganga og á eftir að aukast á næstu dögum,“ sagði Stefán ennfremur.
Og nokkru ofar í landinu eða við Kjarrá var Styrmir E Ingólfsson og við heyrðum aðeins í honum. „Það gengur ágætlega hérna í Kjarrá og það veiddust 103 laxar síðustu þrjá daga í Þverá sem er flott veiði. Smálaxinn er heldur betur að mæta,“ sagði Styrmir ennfremur.
Í Miðá í Dölum er það að frétta að þar eru komnir 33 laxar á land og töluvert af flottri bleikju.
Mynd. Lax sem var að koma á land í Ytri-Rangá.
Veiðar · Lesa meira