„Það var skemmtileg á barna og unglinga deginum í Elliðaánum í morgun, en ég fékk flottan lax og það var barátta að landa honum,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson en það dagur fyrir unga veiðimenn sem var í Elliðaánum í dag og þar reyndu ungir og efnilegir krakkar að veiða.
„Í morgun komu tveir laxar á land og hellingur af fiski slapp af. Ég setti í laxinn á Símastreng og það var slagur en landaði honum niður á Hrauninu, datt meðan ég var að landa laxinum en þetta stóð yfir alla vega í hálftíma,“ sagði Hilmar hróðugur.
Barna- og unglingadagar eru svo sannarlega að hitta í mark, ungir krakkar á öllum aldri geta rennt fyrir fisk í alvöru laxveiðiá. Það hefur mikið að segja fyrir veiðiáhugann til framtíðar.
Mynd. Hilmar Þór Sigurjónsson með laxinn sem lét hafa fyrir sér í Elliðaánum í morgun.
Veiðar · Lesa meira