Þverá á toppnum, veislan heldur áfram

„Veiðin er frábær hjá okkur þess dagana og árnar komnar í 1340 laxa og við komnir með sömu veiði núna og var fyrir allt síðasta ár en 43 dagar enn eftir,“ sagði Egill Ástráðsson við Þverá í Borgarfirði, sem hefur tyllt sér á toppinn.

„Það hefur rignt mikið en engin flóð og laxar á öllum stöðum,“ sagði Egill enn fremur. Já veiðin gengur víða vel en töluvert til að óseldum veiðileyfum á góðum tíma og aðstæðum. Sumarið ætlar að verða víða gott, vatn og fiskur.

Þverá í Borgarfirði er í efsta sætinu með 1340 laxa, síðan kemur Ytri Rangá með 1191 lax, síðan Miðfjarðará  með 1033 laxa, svo Norðurá með 1029 og svo Eystri Rangá með 725 laxa.

Síðustu fimm sumur hafa verið slök en þetta ár er að koma sterkt inn, sem betur fer. 

Á myndinni er Daníel Snær Þórðarson og Styrkár Jökull Davíðsson leiðsögumaður með lax sem veiddist í Réttarthyl í Þverá. /Mynd Egill

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey