Þverá komin á toppinn

„Veiðin gekk frábærlega hjá okkur í síðustu viku og við fengum engin flóð, eitt hollið í Kjarrá fékk 83 laxa og áin hefur gefið 847 laxa,“ sagði Egill Ástráðsson við Þverá en Þverá og Kjarrá eru komnar á veiðitoppinn þessa vikuna.

Næst er Norðurá í Borgarfirði með 700 laxa en flóð komu í hana í nokkra daga en fín veiði hefur verið síðan hún hreinsaði sig aftur. Svo kemur Urriðafoss í Þjórsá  með 668 laxa, svo Miðfjarðará með 476 laxa, síðan Ytri Rangá með 448 laxa, svo Elliðaárnar með 323 laxa síðan Eyrsti með 448 laxa, Langá á Mýrum með 304 og Laxá í Kjós 265 laxa. 

Þetta er tíu efstu veiðiárnar en veiðin gengur flott þessa dagana, mikið vatn og fiskur að ganga.

Erlendur veiðimaður með flottan lax úr Þverá sem hefur tyllt sér á toppinn /Mynd Egill

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey