„Við vorum að landa þessum laxi, sá fyrsti hjá okkur í dag,“ sögðu hressir veiðimenn við Ölfusá í gær en áin hefur gefið 90 laxa og 14 urriða, sem er allt í lagi þar. Vatnið er mikið í ánni þessa daga.
En kíkjum á veiðilistann yfir árnar; Norðurá í Borgarfirði hefur gefið flesta 455 laxa, síðan kemur Þverá með 405 laxa, Haffjarðará er á fleygiferð með sínar 6 stangir og 255 laxa, svo Eystri Rangá með 233 laxa, Ytri Rangá með 202 laxa, Selá 180 laxa, síðan Elliðaárnar 178 laxa og Miðfjarðará með 168 laxa.
Norðurá er á toppnum
Veiðar · Lesa meira