Ölfusá – Selfoss

Suðurland
Eigandi myndar: leyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

24 júní – 24 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

10000 kr. – 30000 kr.

Tegundir

Veiðin

Um Ölfusá gengur mikill fjöldi laxa á leið sinni á sína heimaá. Stór hluti gengur í Sogið og eins er Hvítárstofninn stór en til hans teljast allir þeir fiskar sem eiga heimkynni í þeim fjölmörgu  þverám sem í Hvítá renna. Þeir laxar sem veiðast í Ölfusá innan bæjarmarka Selfoss eru að langmestu eða öllu leiti göngufiskur enda er aðalveiðitímabilið frekar stutt, eða frá því í endaðan júní og fram í byrjun ágúst. Veiðar í Ölfusá á svæðum Stangaveiðifélags Selfoss fara fram fyrir landi tveggja jarða, Fossnes og Hellis. Meðalveiði er um 230 laxar á síðustu 10 árum. Einnig er boðið upp á vorveiði á svæðunum, frá og með 1. maí til 10. júní.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús fylgir svæðinu og stendur það við bílaplanið á neðra-svæðinu, ekki er boðið upp á gistingu í húsinu og þar er ekki salerni. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja allt rusl.

Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt að skrá allan afla!

Veiðireglur

Stengurnar sex skiptast þannig: Þrjár stangir á Svæði I og þrjár stangir á Svæði II, skipt er um svæði í hádegishléi

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Víkinni (Stólnum) í landi Fossnes og upp að veiðistöðum á “Efsta Svæði” í landi Hellis.

Svæði I – Víkin,                                                                                                                                                                                                    Svæði II – Miðsvæði                                                                                                                                                                                     Svæði III – Efsta svæði (frísvæði)

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Reykjavík: 59 km, Akureyri: um 430 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 60 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Félagar í SVFS fá úthlutað, eftir það eru öll laus leyfi seld á leyfi.is

Veiðivörður: Sverrir Einarsson s: 660-3138

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Ölfusá – Selfoss

Þverá sækir á Norðurá

„Við vorum að landa þessum laxi, sá fyrsti hjá okkur í dag,“ sögðu hressir veiðimenn við Ölfusá í gær en áin hefur gefið 90 laxa og 14 urriða, sem er

Lesa meira »

Flott veiði í Ölfusá

„Við Ásgeir Jóhannsson vorum í Ölfusá í gær og veiddum fimm laxa á svæði eitt og tvö,“ sagði Rúnar Ásgeirsson þegar við heyrðum aðeins í honum. En Ölfusá hefur gefið

Lesa meira »
Shopping Basket