Um Ölfusá gengur mikill fjöldi laxa á leið sinni á sína heimaá. Stór hluti gengur í Sogið og eins er Hvítárstofninn stór en til hans teljast allir þeir fiskar sem eiga heimkynni í þeim fjölmörgu þverám sem í Hvítá renna. Þeir laxar sem veiðast í Ölfusá innan bæjarmarka Selfoss eru að langmestu eða öllu leiti göngufiskur enda er aðalveiðitímabilið frekar stutt, eða frá því í endaðan júní og fram í byrjun ágúst. Veiðar í Ölfusá á svæðum Stangaveiðifélags Selfoss fara fram fyrir landi tveggja jarða, Fossnes og Hellis. Meðalveiði er um 230 laxar á síðustu 10 árum.
Nýtt veiðihús og stór tímamót á Selfossi
Það var mikið að gerast hjá Stangaveiðifélagi Selfoss um helgina, bæði verið að vígja nýtt veiðihús við Ölfusá og fagna stórafmæli hjá félaginu en það varð 70 ára og margir