Nýtt veiðihús og stór tímamót á Selfossi

Það var mikið að gerast hjá Stangaveiðifélagi Selfoss  um helgina, bæði verið að vígja nýtt veiðihús við Ölfusá og fagna stórafmæli hjá félaginu en það varð 70 ára og margir fiskar verið  dregnir á land á þeim tíma. 

Það er vert að óska félaginu til hamingju  með þessi tímamót fyrir félagsmenn og þetta stórmerka afmæli, sjötíu ár er langur tími.

„Fyrst var veiðihúsið vígt og fékk nafnið Víkin,“ sagði Rúnar Ásgeirsson og bætti við, „svo var afmælishátið, sjötíu ára afmælið. Það var bara fín mæting í vígsluna og afmælið,“ sagði Rúnar ennfremur.

Frá vígslunni á Víkinni nýju veiðihúsi við Ölfusá /Mynd Rúnar

Veiðar · Lesa meira

Ölfusá – Selfoss