Tveir laxar á land á stuttum tíma

Stefán Sigurðsson

„Ég skrapp aðeins í Leirá í Leirársveit í dag og tók tvo laxa á stuttum tíma,“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við heyrðum í honum en hann hefur staðið vaktina víða í veiðinni. 

Ytri Rangá situr á toppnum þessa dagana, hefur gefið 4444 laxa, síðan kemur Eystri Rangá með 3422 laxa svo Miðfjarðará með 1455 laxa, Þverá með 1430 laxa og lokatölur í Norðurá eru 1352 laxar þetta sumarið.

En við vorum að tala um Leirá í Leirársveit og gefum Stefáni orðið. „Já það er fiskur víða um ána, sá þá víða í dag en fyrstu laxarnir veiddust í júlí,“ sagði Stefán ennfremur.

Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey