Leirá í Leirársveit

Suðvesturland
Eigandi myndar: Iceland Outfitters
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

45000 kr. – 65000 kr.

Tegundir

Veiðin

Leirá í Leirársveit er mjög skemmtileg sjóbirtings og laxveiðiá og er alveg kjörin fyrir vini og litlar fjölskyldur sem vilja hafa það náðugt. Áin er frekar viðkvæm veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná góðum árangri. Í Leirá eru um 24 merktir veiðistaðir sem ágæt aðkoma er að, sérstaklega í neðri hluta árinnar. Allt að 60 laxar veiðast í ánni á ári sem telst allgott miðað við stærð. Auk góðrar sjóbirtingsveiði á vorin veiðist oft bleikja í ósnum í maí og júní. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er með besta móti. Í því er svefnaðstaða fyrir 4-5, eitt svefnherbergi með 2 rúmum og svo svefnloft sem sem getur tekið um 2-3 á dínu. Úti á verönd er gasgrill og í húsinu gaseldavél. Veiðimenn meiga mæta í veiðihús kl. 20 kvöldinu fyrir veiðidag og verða að þrífa og ganga frá veiðihúsinu fyrir kl 19.00 á  brottfaradegi.  Menn eru beðnir að taka allt rusl með sér úr veiðihúsinu.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er rúmlega 4 km að lengd með 24 nefndum veiðistöðum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akranes: 16 km,  Borgarnes 25 km og Reykjavík 50 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 52 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðileyfi Leirá

Iceland Outfitters, s: 466-2680 & 855-2681,  [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Leirá í Leirársveit

Víða fín veiði í sæmilegu veðri

„Við fórum þrír vinir saman í Leirá í fyrradag og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Árni Kristinn Skúlason sem hefur veitt á nokkrum stöðum síðan vorveiðin hófst fyrir alvöru.

Lesa meira »

Ekkert aprílgapp við Leirá í morgun

„Þetta er bara frábær byrjun, allir komnir með fisk eftir hálftíma, flottir fiskar og gaman að þessu,“ sagði Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir tók í sama streng. „Flott já að

Lesa meira »

Tveir laxar á land á stuttum tíma

Stefán Sigurðsson „Ég skrapp aðeins í Leirá í Leirársveit í dag og tók tvo laxa á stuttum tíma,“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við heyrðum í honum en hann hefur staðið

Lesa meira »

Stórfiskur ú Leirá

Frétt var að berast af þeim Hafsteini Má og Önnu Leu sem eru við veiðar í Leirá í dag. Anna Lea landaði fyrir stuttu geggjuðum 82 cm sjóbirtingi í veiðistað

Lesa meira »

Víða stuð á slóðum sjóbirtings

Veiðitímabilið fór af stað með látum í dag. Víðast hvar voru skilyrði til veiða með besta móti. Hægur vindur og frekar hár lofthiti. Menn voru bókstaflega út um allt að

Lesa meira »

Leirá – Lax eða Sjóbirtingur?

“Beint af bakkanum í Leirá, 80 cm hrygna, veiddur í veiðistað no 12, það er geggjað vatn og fiskur að koma inn”. En hvort er þetta lax eða sjóbirtingur? Ljósmynd/Stefán

Lesa meira »

Leirá í Leirársveit

Fengum þessa staðfestingu rétt í þessu frá Stefáni Sigurðssyni hjá Iceland Outfitters: Laxinn er mættur í Leirá! Var að kíkja og sá einn flottan við hitaveitustokkinn, ofan Brúarhyl. Hann hvelltók,

Lesa meira »
Shopping Basket