Tvíburarnir tóku kvótann í Leirvogsá

Tvíburarnir Magnús og Gunnar Gunnarssynir tóku kvótann í Leirvogsá í gær og voru frekar fljótir að því. Samtals lönduðu þeir sextán löxum á maðk og voru hættir frekar snemma. „Já, þetta var bara auðvelt að ná kvótanum. Það er fullt af fiski í Leirvogsánni og hann er á mörgum stöðum,“ upplýsti Magnús í samtali við Sporðaköst.

Ljósmynd/MGG
mbl.is – Veiði · Lesa meira

Leirvogsá