Varla mættur á staðinn þegar sá stóri tók

Flugan Erna er sterk í stóra fiska

„Já þetta var meiriháttar, ég var varla mættur á staðinn þegar ég náði þessum stóra fiski í veiðistaðnum Stapanum, 102 sentimetrar,“ sagði Nils Folmer Jorgensen kátur í bragði og bætti við; „þetta var meiriháttar að byrja veiðina svona hérna í Jökuldalnum. Fiskurinn tók fluguna Ernu númer 8  og var 102 sentimetrar. Það verður spennandi hérna áfram, áin að hreinsa sig og  boltafiskar hérna í hyljum ánna,“ sagði Nils, sem var að koma erlendis frá úr veiði, svo er það Jökla, Breiðdalsá, Laxá í Aðaldal, svo til Noregs, Miðfjarðará og aftur Jöklu. 

Enn einn fiskurinn yfir 100 sentimetra lendir í klónum á stórlaxabananum og hann er ekki hættur; „það verður spennandi í næstu veiðitúrum, þetta var stórkostlegt allt saman,“ sagði Nils með línuna úti í hylnum og bráðum gæti eitthvað gerst. Flugan Erna er komin undir hjá honum en hún hefur gefið marga stórlaxa.

Nils Folmer Jörgensen með 102 sentimetra laxinn úr Jöklu

Veiðar · Lesa meira

Jökla