Vatnsdalsá fer vel af stað í miklu vatni

Opnunarhollið í Vatnsdalsá er að störfum. Aðstæður eru krefjandi en þrátt fyrir það hefur veiðimönnum gengið ágætlega. Í Vatnsdal voru komnir átta laxar í hádeginu og nokkrir voru misstir.

Sá stærsti til þessa í opnuninni kom úr hliðaránni Álku. Björn K. Rúnarsson með 92 sm. lax. Ljósmynd/BKR

mbl.is – Veiði · Lesa meira