Vatnsmikil Norðurá í Borgarfirði

„Áin er vatnsmikil og vonlaust að skyggna ána þessa dagana,“ sagði veiðimaðurinn Jón  Ásgeir Einarsson við Norðurá í Borgarfirði, en áin er vatnsmikil eins og fleiri ár. Mikið hefur rignt og sama staða var vestur í Dölum við Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, allt í vatnavöxtum. 
„Já mikið vatn hérna,“ sagði okkar maður við Lónið í Hvoslá og Staðarhólsá.
„Við ætluðum að fara í smá silung en það var allt á kafi og áin orðin eins og kakó,“ sagði veiðimaður okkur sem hann ætlaði að veiða, en varð frá að hverfa vegna stöðunnar í vatnsbúskapnum. 
Það hefur rignt verulega og hlýnað mikið og því erfitt að sjá í árnar þessa síðustu daga. 

Við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði Mynd/Jón Ásgeir

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey