Veiðiferillinn byrjaði vel

Aron Björn, 8 ára, hóf laxveiðiferil sinn í Elliðaánum fyrir fáum dögum, vel dressaður og til í slaginn lögðu feðgar af stað til veiða.
Það byrjaði rólega, en þegar þeir komu að Hundasteinum fór allt að gerast. Aron valdi sér Black Sheep #18 og áður en varði tók lax fluguna. Eftir æsispennandi viðureign, stökk og sporðaköst, landaði hann sínum fyrsta laxi, Maríulaxinum – við dynjandi lófaklapp áhorfenda á brúnni fyrir ofan.

Ekki leið á löngu þar til hann landaði öðrum laxi í Hrauninu og þeim þriðja í Hólshyl. Dagurinn endaði eins og best verður á kosið – með þrjá laxa í reynslubankann og stórt bros. Þreyttur en alsæll lagðist ungi veiðimaðurinn á koddann eftir ógleymanlegan dag. 

Elliðaárnar hafa verið að komið sterkar inn og mikið hefur gengið af laxi í árnar, en um 300 laxar hafa veiðst í sumar.

Veiðar · Lesa meira

Elliðaár