Veiðin gengur rólega núna

„Við erum búnir að fá nokkra laxa félagarnir en hollið hefur veitt um 30 laxa. Það er  minna en í fyrra hérna hjá okkur, það er líka minni fiskur greinilega en síðustu ár,“ sagði Bjarni Ákason við Austurá í Miðfirði í dag þegar við hittum þá félaga hann og Valdimar Grimsson. Þeir hafa veitt þarna saman í Miðfjarðará í ein 30 ára og oft fengið flotta veiði.

„Það er fiskur á nokkrum stöðum en hann er tregur eins og hérna í Austuránni, já svolítið af fiski hérna,” sagði Bjarni ennfremur og Valdimar hafði kastað flugunni á hylinn. „Fiskur er ekkert taka hérna,“ sagði Valdimar Gríms!um stöðuna við Austurá. Þeir voru sammála að færa sig neðar í ánni

Miðfjarðará hefur gefið 1230 laxa en í fyrra endaði hún veiðin 1796 löxum, þetta sama er að gerast í fleiri laxveiðiám í nágrenninu eins og Hrútafjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá. 

Bjarni Ákason við Austurá í Miðfirði. Mynd GB

Veiðar · Lesa meira

Miðfjarðará í Miðfirði