„Fórum feðginin í veiðiferð í Krossá í Bitrufirði.
Vorum að koma hingað í fyrsta sinn,” sagði Stefán Guðmundsson sem var á veiðislóðum í Krossa í Bitrufirði.
„Lítið vatn var í ánni og búið að vera þurrkur 5-6 daga á undan. Veiðihúsið er frábært og grillskýlið og útiaðstaðan enn betri. Fundum fljótlega fiska ofarlega í ánni, taldi 18 stk í einum hylnum.
Skriðum eftir bakkanum og notuðum pínulitlar örtúpur. Tókum 2 laxa á fyrstu vakt og svo 3 laxa og 2 væna silunga seinni daginn.
Labbaði nánast alla ánna á laugardeginum bara til að leita afð fiski og læra á hana. Sá fiska á 6-7 stöðum. Fórum ekkert út á sunnudeginum því það hafði rignt eld og brennisteini um nóttina og áin þrefaldaði sig og hljóp í kakó.
Fiskarnir voru 63 cm 67 cm 68 cm 82 cm og svo 88 cm. Öllu sleppt nema silungnum,“ sagði Stefán enn fremur.
Ljósmynd/Helga Birna Stefánsdóttir
Veiðar · Lesa meira