Veislan langt frá  því að vera búin

Skúrir í einhverja klukkutíma myndi gleðja marga

,,Það spáir aðeins rigningu næstu daga  og það gæti hleypt lífi í veiðina“ sagði veiðimaður með glampa í augunum, hann hafði ekki fengið bein í sumar eftir fjóra  veiðitúra í verulega góðar laxveiðiár. En svona er veiðin bara, allt getur skeð og stundum ekki.

Eystri Rangá hefur gefið flesta laxana eða 1890 fiska, svo Ytri Rangá með 1800 laxa, og þá Norðurá í Borgarfiði með 1220 laxa, síðan er Miðfjarðará með 1130 laxa.  Þverá  í Borgarfirði  er kominn með 1020 laxa, Urriðafoss með 820 laxa, Haffjarðará 700 laxa, Langá á Mýrum 600 laxa, síðan Selá í Vopnafirði með 560 og svo Laxá í Leirársveit með 540 laxa.

,,Það hefur gengið vel hjá okkur, mikið af fiski, þarf  bara að rigna“ sagði Ólafur Johnson er við spurðum um Laxá í Leirársveit, en það þarf rigningu, en  henni er aðeins spáð næstu daga og það getur ýmislegt skeð, fiskurinn er fyrir hendi alla vega. Veðurbreytingu þarf.

Ljósmynd: Andri Freyr Björnsson með lax úr Norðurá. Mynd tekin af Árna

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira