„Við Stefán höfum verið að skipuleggja veiðiferðir frá aldamótum en stofnuðum ferðaskrifstofuna okkar Iceland Outfitters árið 2014. Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri, og reksturinn hefur þróast og stækkað í gegnum árin. Eitt mest spennandi verkefnið okkar var að vinna með Einari á Urriðafossi að breyta netaveiðinni yfir í stangveiði og gaman að sjá að Urriðafoss hefur stimplað sig rækilega inn sem einn allra besti veiðistaður landsins og er orðinn fastur punktur í tilverunni hjá mörgu veiði fólki.
Við stigum svo risastórt skref í lok síðasta árs þegar við tökum við Ytri Rangá West Rangá River, Iceland og Hólsá og það er búið að vera jafnvel enn stærra verkefni en við höfum gert okkur grein fyrir,“ segja Harpa og Stefán hjá Iceland Outfitters eftir sumarið 2022.
„En sjúklega skemmtilegt og áhugavert og svo gaman að vera á staðnum og hitta loksins allt veiðifólkið sem við höfum verið að skipuleggja ferðir fyrir í gegnum tíðina. Ytri Rangá er alveg að komast í 5.000 laxa og það er markmið næstu daga að það náist. Við erum endalaust þakklát öllum sem hafa unnið með okkur! Leiðsögumenn okkar eru geggjaðir, starfsfólk á skrifstofu og í húsi yndislegt, bestu kokkar sem hægt er að hugsa sér, bílstjórar, birgjar og landeigendur jákvæðir og góðir félagar. Svo náttúrulega safnaðist rjóminn af skemmtilegasta veiðifólki landsins og heimsins og kom til okkar í sumar. Takk fyrir sumarið,“ segja Harpa og Stefán að endingu.
Ljósmynd/Stefán Sigurðsson
Veiðar · Lesa meira