Ágætis veiði þrátt fyrir erfið skilyrði

Fínasta veiði hefur verið í Geiralandsá í apríl. Holl sem er þar að veiðum núna var komið með þrjátíu fiska eftir einn og hálfan dag. Þessir stóru er farnir að láta á sér kræla og í gær fékkst einn 92ja sentímetra birtingur og annar sem mældist 86 sentímetrar.

Ljósmynd/MHM

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Geirlandsá