Fengu 27 fiska í Tungufljóti

,,Þetta var fínn túr og fengum 27 fiska, Árni Kristinn Skúlason veiddi þann stærsta  82 sentimetra“ sagði Hafsteinn Már Sigurðsson er við spurðum um veiðitúrinn í Tungufljót  fyrir fáum dögum. En veiðin hefur verið allt í lagi þarna og sjóbirtingurinn greinilega byrjaður að gefa sig  þessa dagana.

,,Þetta var flottur veiðitúr“ sagði Hafsteinn Már enn fremur.

Vatnamótin hafa verið að fiska og laxar hafa verið að veiðast í Geirlandsá en tími sjóbirtingsins er að byrja á allra næstu dögum. Reyndar er sjóbirtingur farinn að dreifa sér meira víða um land og verið að veiðast víða á Vesturlandi, vænir fiskar eins og í Laxá í Kjós, flottir fiskar.  Og þeir hafa verið að veiðast víða um Vesturlandið, flottir fiskar og vænir.

Ljósmynd/ÁKS

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Tungufljót í Skaftártungu