Tungufljót í Skaftártungu

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

24000 kr. – 86000 kr.

Veiðin

Tungufljót er i Vestur-Skaftafellssýslu. Upptök þess eru á Skaftártunguafrétti og dragast til þess margir lækir á leið til ósa í Kúðafljóti. Umhverfið er stórbrotið; hraun, sandar og er fljótið allvíða í þröngum farvegi með grónum bökkum. Mjög margir góðir veiðistaðir eru í Tungufljóti. Aðal fisktegundin er vænn sjóbirtingur og veiðast reglulega fiskar yfir 20 pund. Einnig veiðist þar lax, bleikja og staðbundinn urriði. Á neðra veiðisvæðinu frá Bjarnafossi og niðurúr er bæði mjög væn staðbundin bleikja, urriði og svo má finna sjóbirtingsgeldfisk í ármótum allt sumarið. Einnig er laxinn farinn að sýna sig í júlí. Ofan við Bjarnafoss tekur við gríðarlega fallegt svæði sem leynir á sér. Þar er að finna staðbundna urriða sem gaman er að eiga við í stórbrotnu umhverfi.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsin standa í hlíð í landi Hemru með stórkostlegu útsýni yfir meirihluta veiðisvæðisins. Í stærra húsinu eru tvo tveggja manna herbergi, svefnloft, rúmgóð stofa, eldhús og  salerni með sturtu. Í minna húsinu eru tvo tveggja manna herbergi, salerni og sturta. Gasgrill er til staðar. Veiðimenn mega koma og vera farnir klukkutíma fyrir veiði nema eftir 20. september þá mega menn koma þegar veiði byrjar. Menn eru beðnir um að ganga vel um veiðihúsið og þrífa það vel fyrir brottför. Við hvetjum veiðimenn um að láta vita ef eitthvað vantar eða er ábótavant við veiðihúsið.

Veiðireglur

  • Skráið afla í veiðibókina áður en haldið er heim.

  • Akið ekki utan vega og lokið hliðum.

  • Veiðifélagið ber ekki ábyrgð v/tjóns sem búsmali veldur á ökutækjum.

  • Meðferð skotvopna er bönnuð við ána og einnig er óheimilt að tjalda við ána án leyfis landeigenda.

  • Vinsamlegast gangið vel um og skiljið ekki eftir rusl við ána

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði Tungufljóts nær frá ármótum, upp að Bjarnarfossi og svo fyrir ofan hann allt að Titjufossi. Einhvern urriða er einnig að finna ofan Titjufoss

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: 30 km, Reykjavík: 232 km, Akureyri: um 620 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Tungufljót í Skaftártungu

Sá stærsti sem veiðst hefur hér á landi

Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í

Lesa meira »

Tungufljót gaf aftur tröllvaxinn birting

Tungufljótið er svo sannarlega að standa undir væntingum veiðimanna þegar kemur að stórfiski. Tveir stærstu sjóbirtingar sem veiðst hafa í haust veiddust báðir þar. Sá þriðji bættist í hópinn í

Lesa meira »

Stærstu sjóbirtingarnir í haust

Stóru sjóbirtingarnir hafa svo sannarlega mætt í árnar fyrir austan nú í haust. Við veltum upp þeirri spurningu í síðasta mánuði hvort þetta yrði haust stóru sjóbirtinganna. Pierre Affre með

Lesa meira »

Sjóbirtingurinn mættur snemma í ár

Fyrstu nýgengnu sjóbirtingarnir í Tungufljóti veiddust um helgina á efsta veiðistað, sem er Bjarnafoss. Þá sáust spegilbjartir birtingar í vatnaskilunum við Syðri – Hólma. Það voru breskir veiðimenn sem lönduðu

Lesa meira »

Við erum búnir að veiða tíu

Sjóbirtingsveiðin gengur ágætlega þessa dagana þó auðvitað hafi aðeins dregið úr veiðinni, veiðimenn eru að fá einn og einn. Við heyrum aðeins í veiðimanni á veiðislóð fyrir austan, „já við

Lesa meira »

Þetta var frábær veiðitúr

„Já þetta var frábær túr að baki í Tungufljót fyrir nokkrum dögum og við fengum flotta fiska,“ sagði Daníel Gíslason um veiðitúrinn í fljótið. En sjóbirtingsveiðin hefur gengið víða vel og veiðmenn komist í góða veiði.

Lesa meira »

Fengu 27 fiska í Tungufljóti

,,Þetta var fínn túr og fengum 27 fiska, Árni Kristinn Skúlason veiddi þann stærsta  82 sentimetra“ sagði Hafsteinn Már Sigurðsson er við spurðum um veiðitúrinn í Tungufljót  fyrir fáum dögum.

Lesa meira »
Shopping Basket