Tungufljót er i Vestur-Skaftafellssýslu. Upptök þess eru á Skaftártunguafrétti og dragast til þess margir lækir á leið til ósa í Kúðafljóti. Umhverfið er stórbrotið; hraun, sandar og er fljótið allvíða í þröngum farvegi með grónum bökkum. Mjög margir góðir veiðistaðir eru í Tungufljóti. Aðal fisktegundin er vænn sjóbirtingur og veiðast reglulega fiskar yfir 20 pund. Einnig veiðist þar lax, bleikja og staðbundinn urriði. Á neðra veiðisvæðinu frá Bjarnafossi og niðurúr er bæði mjög væn staðbundin bleikja, urriði og svo má finna sjóbirtingsgeldfisk í ármótum allt sumarið. Einnig er laxinn farinn að sýna sig í júlí. Ofan við Bjarnafoss tekur við gríðarlega fallegt svæði sem leynir á sér. Þar er að finna staðbundna urriða sem gaman er að eiga við í stórbrotnu umhverfi.
Sá stærsti sem veiðst hefur hér á landi
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í