Við erum búnir að veiða tíu

Sjóbirtingsveiðin gengur ágætlega þessa dagana þó auðvitað hafi aðeins dregið úr veiðinni, veiðimenn eru að fá einn og einn. Við heyrum aðeins í veiðimanni á veiðislóð fyrir austan, „já við erum að veiða í Tungufljóti núna og við erum búnir að veiða tíu fiska,“ sagði Björn Hlynur Pétursson þegar við náðum honum með stöng  í hendi. Björn segist hafa veitt nánast upp á dag síðan veiðitíminn hófst og sumarið því rétt að byrja.
„Veiðin hefur gengið fínt og það er eitthvað af fiski hérna, sól og rok til skiptis, sem er í fínu lagi,“ sagði Björn og hélt áfram að munda flugustönginni útí Tungufljótið. 

Mynd. Björn Hlynur Pétursson með flottan sjóbirting.

Veiðar · Lesa meira

Tungufljót í Skaftártungu