Flottir fiskar í Kjósinni

Vorveiðin í Laxá í Kjós hefur gengið vel og veiðimenn fengið flotta fiska víða um ána. Líklega hafa veiðst kringum 150 fiskar jafnvel meira. Brandur Brandsson var við veiðar í ánni um helgina og við heyrðum aðeins í honum eftir veiðitúrinn. „Ég hélt að ég væri að núlla þegar veiðifélaginn var kominn með þrjá og ég endaði að setja í þrjá í restina, tvo 70 sm og einn 64 sm,“ sagði Brandur um veiðina og bætti við, „það var víða líf, Káranesfljótið var gjöfult en veiðifélaginn setti í fisk ofar en mest lítið var í Káranesfljótinu. Svakalega sterkir fiskar og skemmtilegur túr,“ sagði Brandur ennfremur.

Mynd. Brandur Brandsson með flottan sjóbirting úr Laxá í Kjós.

Veiðar · Lesa meira

Laxá í Kjós – Sjóbirtingur