Frosnar ár og vötn víða – erfitt að koma færi niður

Sjóbirtingsveiðin hófst í morgun víða eða átti að hefjast en aðstæður eru verulega erfiðar þegar maður kemur varla niður færi vegna ísalaga. Í Leirá í Leirársveit var veiðifjölskyldan Stefán, Harpa og Matthias en verkið gengur verulega seint.

„Áin er svo frosin að við finnum enga ófrosna staði,” sagði Harpa Hlín Þórðardóttir við ískalda Leírána og bætti við; „en við erum að brjóta og leita. Það þýðír ekkert að gefast upp,“ sagði Harpa enn fremur.

Vífilstaðavatn átti að opna í morgun en vatnið er á ís og spáin næstu daga alls ekki góð fyrir veiðiskap en veðrið skánar með tíð og tíma. Þá verður að bjóða fisknum ýmislegt.

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey