Geldfiskaveislan í Tungulæk heldur áfram

Það er áfram mokveiði í Tungulæk og það sem meira er hlutfallið af geldfiski er ótrúlega hátt. Þessa dagana eru allt upp í níutíu prósent aflans geldfiskur. Þriðjungur þeirra eru stórir, spikfeitir og berjast eins og ljón.

Theodór Erlingsson og félagar hafa verið í sannkallaðri mokveiði í Tungulæknum. Síðasta holl var með 129 birtinga eftir tvo dag. Ljósmynd/Teddi

mbl.is – Veiði · Lesa meira