Gerðu víða góða veiði í vetrarhörkum

Víða á Suðurlandi gerðu veiðimenn góða veiði þrátt fyrir einstaklega erfið skilyrði. Frost, hífandi rok og klakaburður í bland við frosna tauma og frost í lykkjum stöðvaði ekki opnunarhollin.

Gunnar Árnason með flottan og hnausþykkan geldfisk sem hann tók neðan við brúna yfir Tungufljót. Ljósmynd/Sigurður M. Guðmundsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira