„Veiðin var fín í dag hjá okkur í Eyjafjarðará, vorum með fjóra stangir í fjóra tíma og fengum þrettán sjóbirtinga og tvær bleikjur,“ sagði Sverrir Rúnarsson í gærkvöldi á bökkum árinnar. En vorveiðin er að komast af stað þessa dagana,
Veiðin er víða komin vel af stað með batnandi veðri og veiðimenn að fiska ágætlega. Aðalatriðið er að sleppa öllum vorfiski sem skiptir meira máli. Við heyrðum í veiðimanni í Eyjafjarðará sem var að byrja veiðina.
„Já fengum þrettán sjóbirtinga allt af 88 sentimetra og tvær bleikjur önnur þeirra 60 sentimetrar. Það var fínt veður, níu gráður hérna og þurrt, það hefur eitthvað veiðst í ánni síðan opnaði,“ sagði Sverrir ennfremur.
Ljósmynd/Sverrir Rúnarsson með flottan sjóbirting úr Eyjafjarðará i gærdag.
Veiðar · Lesa meira