Undanfarna daga hefur verið mjög slæmt veður við Litluá, verið kalt, hvasst og mjög mikil rigning. Þrautseigir veiðimenn frá Bandaríkjunum hafa þó veitt ágætlega og fengið bæði urriða og bleikjur. Stórir fiskar hafa verið á ferðinni og tókst þeim að setja í mjög fallega fiska. Fara þeir með góðar minningar þótt vissulega hafi veðrið verið talsverð áskorun. Nú eru breytingar á veðri og þannig hagar til vegna færslu á einu holli þá er talsvert laust af veiðileyfum í vikunni.
Almennt hefur veiðin í Litluá í sumar verið nokkuð góð þótt sumir veiðimenn hafi veitt betur en aðrir eins og gengur. Nú er genginn í garð vinsælasti tími ársins og er september fullbókaður og reikna má með góðri veiði það sem eftir er. Vatnsstaða árinnar og Skjálftavatns er mjög góð og reyndar mjög há eftir úrhellið undanfarið.
Myndir frá umræddum veiðimönnum frá Bandaríkjunum eru frá Jack McCarthy en hann veiddi með Mike félaga sínum síðustu daga við erfiðar aðstæður.
Veiðar · Lesa meira