Þrælgóð veiði í Vatnamótunum

„Við vorum að koma úr Vatnamótunum fyrir austan og það var þrælgóð veiði, við vorum með á bilinu 25 til 30 fiska á fjórar stangir í tvo daga,“ sagði Heiðar Logi Elíasson, sem víða hefur veitt í sumar.

„Þetta var skemmtilegt en ég hef aldrei veitt þarna áður og veiddi á super tinsel allan tímann. Við fengum flotta fiska og svo er ég að fara í Jöklu eftir nokkra daga en þar er komið nýtt met í veiðinni þetta árið. Það verður eitthvað þar,“ sagði Heiðar Logi enn fremur.

Sjóbirtingsveiðin er öll að komast á flug fyrir austan og birtingurinn að mæta á staðinn, enda tíminn að hefjast þessa dagana.

Heiðar Logi Elíasson með flottan sjóbirting

Veiðar · Lesa meira

Vatnamót