Þrátt fyrir kuldatíð veiðist sæmilega víða en það mætti alveg hlýna aðeins meira. En það er víst ekki í kortunum alveg strax og varla fyrr en eftir páska. Helvítis kuldatíð eins og einn veiðumaðurinn sagði vel frosinn á puttunum við Varmá í vikunni. ,,Ég er orðinn helvíti tilfinningalaus í puttunum,, sagði veiðimaðurinn hálffrosinn.,,Já þetta byrjaði vel hérna við Tungulækinn, ég og veiðifélaginn fengum tvo fiska strax á fyrstu fimmtán mínútunum, þetta byrjaði flott,, sagði Marteinn Jónasson við Tungulæk í dag og hann var rétt að hefja veiðiskapinn…Það er allt í lagi hérna, 3 til 4 gráður en stærsti fiskurinn sem við fengum í dag 74 sentimetrar og það veiddust átta fiskar. Þetta er bara fínt,, sagði Marteinn ennfremur um veiðina á svæðinu.
Mynd. Marteinn Jónasson með fyrsta fiskinn sinn í Tungulæk í dag
Veiðar · Lesa meira