Tungulækur

Suðurland
Eigandi myndar: Tungulækur
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Veiðin

Það er óhætt að segja að Tungulækur sé eitt besta ef ekki besta sjóbirtingsveiðistöð landsins. Hann er um 10 km langur, en þó ekki allur fiskgengur. Þessi magnaði lækur rennur um töfrandi hraunsvæði og út í Skaftá. Þarna hafa veiðst um 2000 – 3000 sjóbirtingar árlega og oft þeir vænstu á landsvísu hvert sumar. Sjóbirtingsveiðin er aðallega á vorin og svo aftur á haustin, en yfir sumarið gengur í lækinn sjóbleikja og einnig eitthvað af laxi.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Á bökkum Tungulækjar stendur nýlegt fullbúið veiðihús. Hverji seldri stöng fylgir 2 manna herbergi með sér baðherbergi. Í húsinu er stórt fullbúið eldhús, borðstofa, vöðlugeymsla og góð setustofa með útsýni yfir ána.

Veiðireglur

Veiðitímabilin eru tvö; annars vegar frá 1. apríl – 15, mai og hinsvegar frá 1. september – 20. október

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Örstutt er til Kirkjubæjarklausturs, Selfoss: um 205 km, Reykjavik: 262 km og Akureyri: 632 km

Veitingastaðir

Kirkjubæjarklaustur: Kaffi Munkar, Systrakaffi, Verslunin Gvendarhorn og Vínbúðin

Áhugaverðir staðir

Systrastapi, Kirkjugólf og Fjaðragljúfur. Fossarnir Rauðárfoss, Systrafoss og Stjórnarfoss

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Myndasafn


Fréttir af veiði Tungulækur

Tungulækurinn er geggjaður

Nokkrir heiðursfélagar úr Dellunni (veiðiklúbburinn Dellan) kíktu í Tungulækinn í vikunni og þar var fjör á árbakkanum svo sannarlega, Tungulækurinn hefur verið að gefa fína veiði. Við heyrðum aðeins í

Lesa meira »

Tungulækur kominn yfir hundrað fiska

Einhver magnaðasta sjóbirtingsá á landinu og þótt víðar væri leitað er Tungulækur sem fellur í Skaftá skammt neðan við Kirkjubæjarklaustur. Það sem af er þessum mánuði hafa yfir hundrað birtingar

Lesa meira »

Fjörutíu fiska dagur í Tungulæk

Það hafa komið frábærir dagar í sjóbirtingnum fyrir austan. Einn sá stærsti sem frést hefur af í haust er 1. október. Þann dag lönduðu veiðimenn í Tungulæk 41 sjóbirtingi á

Lesa meira »
Shopping Basket