„Sumarið byrjar vel hjá mér en við vorum í Flóðinu í Grenlæk og eftir að hafa kastað flugunni í tíu mínútur á fyrsta veiðidegi sumarsins, tók þessi höfðingi fluguna, 85 sentimetra hængur, sem var á leiðinni til sjávar og var auðvitað sleppt,“ sagði Snorri G. Tómasson, sem var að koma úr fyrsta veiðitúr sumarsins í Flóið í Grenlæk. En veiðin hófst þann 7.maí.
„Fyrsta hollið sem byrjaði veiddi 14 fiska, svo veiddust 30 fiskar hjá næsta holli og við fengum 3 fiska. Það var erfitt um vik mest allan tímann en við sáum fullt af fiski en þeir tóku mjög grannt,“ sagði Snorri ennfremur.
Síðustu dagar hafa verið kaldranalegir, ausandi rigning og vatnsmagnið hefur aukist verulega í ánum.
Snorri G. Tómasson með 85 sentimetra sjóbirtinginn sem hann sleppti aftur.
Veiðar · Lesa meira