SVFK: Félagið á stórt og gott veiðihús sem er á besta stað í hraunjaðrinum rétt áður en komið er að Flóðinu. Húsið er rafvætt og skiptist þannig að það er eldhús, setustofa, snyrting og sturta í annarri álmunni og fjögur tveggja manna (kojur)svefnherbergi í hinni. Gasgrill er á staðnum. Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið kl. 14:00 brottfarardag. Mönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl. Gestirnir leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.
Kippur: Veiðifélagið hefur reist nýtt veiðihús sem er á besta stað, nálægt Eyvindarhyl í Jónskvísl á landi Eystra Hrauns. Húsið er 103 fermetra Finnskt bjálkahús með öllum þægindum og getur hýst 12 manns í 4 herbergjum með kojum. 4 efri kojur eru 90×200, tvær neðri kojur 120×200 og aðrar tvær eru 140×200. Sængur og koddar fyrir 8 manns eru í húsinu en veiðimenn þurfa að hafa með sér rúmföt. Í veiðihúsinu er baðherbergi með sturtu, stór stofa, eldhús með öllum helsta búnaði og geymsla. Gasgrill er á staðnum. Í húsinu eru einnig öll hreinsiefni, WC-pappír, sápur, borðtuskur og viskastikki.
Fossar: Veiðihús er ekki innifalið í veiðileyfinu en margir gistimöguleikar eru á svæðinu, t.d. www.kippur.is