Fyrstu fréttirnar af svæðum Fish Partner eru þær að í Geirlandsá var mokveiði fyrsta daginn. Alls veiddust þar 64 fiskar á 4 stangir. Veiðimaður sem var að á Kárastöðum fékk tvo góða fiska og einnig fengust fiskar í Villingavatnsárós og í Villingavatni. Engar fréttir bárust af veiði úr Vatnamótunum og veiðimenn sem voru við Ásgarð í Soginu urðu ekki varir, en bæði þessi svæði ættu að vera komin í gang.
Ljósmynd/Bjarki Bóas með fallagan birting úr Geirlandsá.
Frétt fengin af facebook síðu Fish Partner veiðifélag