Góð helgi í Minnivallalæk

Frétt frá Þresti Elliðasyni: “Hópur veiðimanna sem þekkir lækinn vel var við veiðar um helgina og gerði góða veiði. Fengu þeir 14 fiska, þá stærstu allt að 70 cm og nokkra um og rétt yfir 60 cm. Var urriðinn m.a. að taka Peacock og Blóðorm og var veiðin nokkuð dreifð um lækinn. Hér fylgja með nokkrar myndir frá þeim en fiskarnir voru í góðum holdum eins og sjá má”

“Í maí eru seldir stakir dagar þar sem Veiðihúsið Lækjamót er ekki klárt fyrir gistingu. Í júní eru laus tvö “geggjuð” holl með húsi. Er um að ræða tveggja daga hollið 6-8 júní og svo helgarholl í þrjá daga 10-13 júní. Góðu tími, enda júní venjulega vinsæll mánuður í læknum”, segir Þröstur.

Ljósmynd/Aðsend

Minnivallalækur