Minnivallalækur er í Landsveit, ekki langt frá Hellu. Hann á fáa sína líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi. Staðsetning lækjarins gerir það að verkum að hitastig vatnsins er mjög jafnt, leiðnin há og frjósemi mikil. Þessar aðstæður skapa kjörlendi fyrir skordýralíf og henta urriða feykivel. Það er óvíða í heiminum sem veiðimenn eiga möguleika á að setja í tíu punda urriða á pínulitlar þurrflugur í stærðum 18 og jafnvel minni. Á hverju ári veiðast urriðar sem eru um og yfir 10 pund og fjöldi fiska á bilinu 4-8 pund. Minnuvallalækur er svo sannarlega paradís urriðaveiðimannsins.
Góð helgi í Minnivallalæk!
Hópur með veiðimanninum Hrafni Haukssyni gerði góðan túr í Minnivallalæk um helgina er óhætt að segja. Fengu þeir 36 fiska og flest allir vænir urriðar og stærstu voru hátt í