“Óboðnir gestir” í Minnivallalæk

Veiði hófst 1. apríl í Minnivallalæk eins og víða annars staðar og komu nokkrir fiskar þar á land. Það sem þótti merkilegt er að flestir þeirra voru vænir regnbogasilungar, allt að 70 cm. Óraunhæft er að rekja uppruna þeirra til fiskeldistöðvarinnar í Fellsmúla en þar hefur allri starfsemi verið hætt. Áhugvert verður að fylgjast með hvernig þetta þróast, hvort einungis sé um fáa fiska að ræða og hver uppruni þeirra er. Þeir eru allavegna “óboðnir gestir” sem ekki ber að sleppa eftir löndun.

Freyr Fostason með regnbogasilung úr Minnivallalæk, ljósmynd Strengir

Frétt fengin frá Veiðiþjónustunni Strengir

Minnivallalækur