„Við konan mín, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, áttum tvær vaktir í Laxá í Mývatnssveit um helgina. Kvöldvaktina í Geldingaey og morgunvaktina á Arnarvatni,” sagði Gylfi Jón Gylfason og bætti við; „túrinn byrjaði vel því á hlaðinu við Veiðiheimilið hittum við fyrir Jón Eyfjörð, manninn sem kenndi mér að kasta flugu og að veiða í Laxá árið 1986. Við töldum þennan hitting happamerki og héldum bjartsýn að brúnum yfir í Geldingaey. Í ljósi þess að áin var búin að vera fullbókuð í tvo mánuði og ljóst að hver einasti Laxármaður hafði arkað rakleiðis niður á Hagatá og upp í víkin, fórum því uppeftir. Það reyndist rétt ákvörðun, það markaði varla fyrir sporum og grasið meira og minna ótroðið. Við lentum í ævintýri, fundum fisk í Urðarfossi og strengnum þar fyrir neðan. Í vetur hafði ég dundað mér við að hnýta klassískar silungaflugur á jigkróka með kúluhausum. Í boxinu var því á þannig krókum Black sulu, Peter Ross, Black gnat og Teal and black. Urriðinn kolféll fyrir Teal and black nr 16 og við tókum þrjá fiska andstreymis.
Ljósmynd/Gylfi Jón Gylfason með vænan urriða
Veiðar · Lesa meira